Fćrsluflokkur: Bloggar
Vinir og frćndur Írarnir á miklum og sögulegum tímamótum. Áttundi maí 07. Blađ brotiđ međ heimastjórn stríđandi fylkinga í Belfast. Og ekki vantar Bigmouth í samfélaginu. Frćgur Bigmouth og Dyflinardrengur er Bob Geldof sem ég kynntist á námsárunum í Bretlandi. Lćrifađir Bono. Verđur fremur minnst fyrir orđháksháttinn og aktívistaţreifingar - Live Aid og Band Aid - en tónlist sína međ Boomtown Rats. En hvađ međ ţađ. Orđ eru til alls fyrst. Og orđ eru tónlist.
Svo er ţađ írsk/skoski rithöfundurinn Ian McDonald. Mitt uppáhald og býr í Belfast. Gleymi aldrei ţegar ég eignađist bók hans River of Gods á Kastrup 2004. Algjör himnasending eftir langt flug frá Peking og ofmettun kapitalískra molla í miđborginni kínversku. Fjallar um nćsta bć, Varanasi Indlands, gömlu Benares, og lífiđ ţar eftir hálfa öld.
Og nú var ţessi frábćri írsk/skoski orđhákur ađ senda frá sér annađ stórvirkiđ, Brasyl; búin ađ nćla mér í eintak á Amazon og bíđ spennt eftir póstinum.
Ţađ er ekki spurning, ţađ er komiđ ađ ţví ađ ţýđa Ian McDonald á ástkćra ylhýra. Veđja á Brasyl.
Bloggar | 30.5.2007 | 11:10 (breytt kl. 16:14) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţađ var mynd sem ég sá hér fyrir nokkrum kvöldum og hafđi heilmikil áhrif á mig: Grizzly Man er kannski ekki merkilegasta listrćna mynd i heimi. En samt, geggjuđ, og sönn heimildarmynd um Bandaríkjamanninn Timothy Treadwell og baráttu hans í Alaska fyrir verndun grábjarna ţar. Eđa ţar til hann slitnađi í sundur sjálfur milli siđmenningarinnar og heims hins Villta. Var raunar étinn á endanum af gömlum grábirni.
Hugtakiđ rándýr öđlast dýpri merkingu. Ađ vera villtur. Annar heimur.
Notkun orđsins rándýr ţegar viđ tölum um menn sem rándýr og villimennsku, bćđi skylt og óskylt grábjörnunum. Allt svo flókiđ hjá okkur. Nóg af rándýrunum í nútímasamfélagi. Og gott fyrir sálina ađ skođa af og til mannlega hegđun út frá rándýrinu. Oft međ svigalćvi.
Enda rán-dýrt ţetta líf okkar hér um stundir.
Bloggar | 30.5.2007 | 00:19 (breytt kl. 16:33) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţá eru fyrstu vorverkin í garđinum ađ baki međ Hvítasunnunni. Ekki seinna vćnna, úfiđ grasiđ kćtti lítt. Tréin stór og smá tóku ţó ótrúlega vel viđ sér í rekjunni og vornepjunni. Og nú skín sól!
Eyrarbakki er nćstur á dagskrá og tiltekt ţar. Gamli höfuđstađurinn - 101 Íslands eins og Friđrik Erlingsson orđar ţađ - alltaf góđur heim ađ sćkja. Upplifa stemningu gamla Íslands; ekki er ţó hćgt ađ segja ađ andi verslunarmenningarinnar svífi yfir Bakkanum. Ein búđ á stađnum, fjölnota ađ vísu, gengur í daglegu tali undir nafninu Sjoppan.
Já, hafaldan há og fyrstu vorskipin komin...
Bloggar | 29.5.2007 | 21:00 (breytt 30.5.2007 kl. 16:12) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur í kortunum og djass á fóninum, Björn Thoroddsen et al. Ekki verra ađ hafa Mood Indigo eđa Tea for Two međ sér inn í daginn.
Nú eru ţađ vorverkin í garđinum í kulda og trekk eđa hvađ. Ţetta er löng helgi!
Ţrátt fyrir copy/paste stjórnarfar, ţá er margt gott í kortunum. Nóg af góđum íslenskum djassi; dugar langt í hringiđu daganna og betri ţegar á reynir en lúnir pollíönnugallarnir.
Bloggar | 26.5.2007 | 11:54 (breytt 3.6.2007 kl. 11:54) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur ný stjórn tekiđ viđ á Skerinu. Fögur fyrirheit og almannahagur í öndvegi. En ţađ ţarf bćđi ađ byggja grunn og reisa ţak ţegar stađiđ er í nýbyggingum. Mér sýnist stjórnin ćtla ađ byrja á ţakinu, eđa hvađ. Jamm og jćja... En kannski henni takist ađ fá alla nýríku milljarđamćringana til ađ vinna í grunninum - í sjálfbođinni samfélagsţjónustu!
Já, ţađ vantar margt í grunninn eđa vantar kannski alveg grunninn. Hvar á t.d. ađ fá fólkiđ til ađ vinna fagstörfin í velferđarţjónustunni og minnka biđlistana. Á ađ hćkka launin og lađa ţađ til starfa; sumir eru farnir úr landi og koma eflaust ekki aftur. Snefill af sjálfsvirđingu; en kannski hugsjónir ráđi og ástin á Fróni. Hvađ međ heimilin, okurvextina og allar fjölskyldurnar sem hafa veriđ ađ tapa - og tapa. Og gamla fólkiđ. Blessuđ börnin sem bíđa ţjónustu. Nei, ţetta er sko ekkert djók.
Auđskipt og stéttskipt samfélag er búiđ ađ festa sig í sessi. Ekki lengur eins og ađ vakna upp af martröđ og segja nú er allt í lagi eđa fá plástur á meiddiđ. Nýr samfélagslegur raunveruleiki međal vor sem aldrei fyrr.
En samt - Jóhanna lifi!Íslenska valkyrjan.
Jćja, ég held ég bregđi mér bara í pollíönnugallann og segi bless í bili.
Bloggar | 25.5.2007 | 16:45 (breytt 29.5.2007 kl. 23:56) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)