Færsluflokkur: Ferðalög

Einstök draumgáfa Oddaverja

Minntist á Vatnsdalinn áðan og eins á sitthvað um drauma. Leiðir hugann að Gretti sterka Ásmundarsyni og að merkum draumum hans. En Grettir var af ætt Oddaverja og virðist sem draumgáfa þeirra hafi verið einstök. Sér hennar ekki síður stað í Sturlungu. Ættfaðirinn; sjálfur Sæmundur fróði sem sat Odda á Rangárvöllum á 12. öld. Gæddur ýmsum dulargáfum svo ekki sé meira sagt, sbr. sögurnar af Sæmundi á selnum og Púkablístrunni.

 Spurning með genamengið og Oddaverja nútímans sem sumir geta rakið sig beint til Sæmundar. Til að mynda gegnum Loft og Jón son hans í Næfurholti, Jón Loftsson, ríka, sem svo var kallaður. Kæmi ekki á óvart skv. kokkabókum erfðafræðinnar að afkomendurnir reyndust margir hverjir magnaðir draumamenn og draumkonur!

 Morgunljóst skv. nýlegri Gallup könnun á draumum Íslendinga að yfir 72% trúa að draumar hafi  einhverja merkingu fyrir þá, séu ekki bara bull. Og að yfir 76% trúa að draumar geti sagt fyrir um óorðna hluti og um 40% hafa reynslu af slíkum forspárdaumum sjálfir.

Sem sé: draumtrúin er lifandi meðal þjóðarinnar og einstök draumgáfan heldur velli í aldanna rás!


Grúskað í gömlum draumráðningabókum

Já; þð kennir sannarlega margra grasa í gömlu draumráðningarbókunum sem mér bárust fyrir nokkru. Báðar gefnar út á fyrri hluta 20. aldar og alls óvíst úr hvaða erlendum heimildum þær hafa verið þýddar. Sami galli einkennir margar nýrri draumráðningabækur. Erfitt að vita hvaðan og frá hvað tíma efnið er fengið. Og því spurning hvort til séu einhver séríslensk draumtákn og viðeigandi ráðningar þeirra, íslenskar. 

 Hér koma nokkur dæmi úr þessum gömlu bókum:

 Gullfiskur: Það er happamerki að dreyma gullfisk. Eitthvað, að líkindum bréf, mun berast þér langt að og valda þér gleði og ef til vill breytingu á högum þínum.

 Kirkjuturn: Að sjá kirkjuturn í draumi er dreymandanum fyrir því að óeigingjarnar óskir hans munu rætast og ást hans verða endurgoldin.

 Sigling: Að sigla á lygnum sjó er fyrir velgengni en á úfnum sjó fyrir óláni. Það getur oftast þýtt ferðalag að dreyma siglingu.

Útvarp: Talið er að það sé fyrir stórtíðindum að heyra í viðtæki í draumi.

 Draumasetrið Skuggsjá sem staðsett er á Akureyri og Djúpavogi heldur úti vefnum www.skuggsja.is 

Þar má finna ýmsan fróðleik um draumtákn og draumráðningar og um svefn og drauma almennt.

Sjá einnig bloggið draumar.blog.is

 

 


Á Vesturgötu

Bakkinn kvaddur með virktum - að sinni a.m.k. Vesturgatan lofar góðu! Hátt til lofts og vítt til veggja. Útsýn út á Sundin blá, til Esjunnar og upp í Hvalfjörð.

 Hér beint á móti bjó árum saman gömul og góð vinkona mín, Sigurrós, sem lést í vetur. Blessunin mín. Vatnsdælingur og mikill bóhem eins og hún átti ættir til.

 Merkileg þessi hringrás. Þetta ferðalag og hótel okkar Jörðin. Og nú er nýr íbúi Vesturgötunnar á leið til Amsterdam og Brusseles að forframast þar. Spændende. En þó meira spennandi hvað tekur við þegar heim er komið.

Nýtt lag trommað...

 

 


Draumavefari - Dreamweaver

Brot úr degi á Rás 2 hafði vinninginn yfir Johnny Cash á ferðalagi dagsins suður yfir heiðar. Góð tónlist; já, Brot úr degi klikkar ekki. Takk. Sakna þess þó hve sjaldan lag þýska sálfræðingsins Gary Wright - Draumavefari/Dream Weaver - heyrist á öldum ljósvakans. Eitt besta lag poppsögunnar! Samið fyrir Wayne´s World 1992. Hinn sálræni Gary hefur samið með snillingum á borð við Elton John, George Harrison og Eric Clapton. Lag og texti hrein draumasmíð. Gott að svífa með því í draumlönd inn; leggja daginn frá sér: Dream Weaver I have just closed my eyes again Climbed aboard the Dream Weaver train Driver take away my worries of today And leave tomorrow behind... Dream Weaver I believe you can get me through the night Dream weaver I believe we can reach the morning light. Fly me high through the starry skies Or maybe to an astral plane Cross the highways of fantasy Help me to forget today´s pain... Dream Weaver I believe you can get me through the night Dream Weaver I believe we can reach the morning light. Though the dawn may be coming soon There still may be some time Fly me away to the bright side of the moon And meet me on the other side... Dream weaver I believe you can get me through the night Dream weaver I believe we can reach the morning light.

King of the road

Þá er komið að því! Bakkinn bíður.

 Búin að koma Johnny Cash út í bíl. Góðum ferðafélaga til marga ára á þjóðvegum landsins. Brunandi með King of the road, Ring of fire og Walk the line og annað eyrnakonfekt.

Já, þvílík dásemd inn í töfraheima landsins.

Vart hægt að biðja um meira. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband