Með bros á vör

Nú hefur ný stjórn tekið við á Skerinu. Fögur fyrirheit og almannahagur í öndvegi. En það þarf bæði að byggja grunn og reisa þak þegar staðið er í nýbyggingum. Mér sýnist stjórnin ætla að byrja á þakinu, eða hvað. Jamm og jæja... En kannski henni takist að fá alla nýríku milljarðamæringana til að vinna í grunninum - í sjálfboðinni samfélagsþjónustu!

Já, það vantar margt í grunninn eða vantar kannski alveg grunninn. Hvar á t.d. að fá fólkið til að vinna fagstörfin í velferðarþjónustunni og minnka biðlistana. Á að hækka launin og laða það til starfa; sumir eru farnir úr landi og koma eflaust ekki aftur. Snefill af sjálfsvirðingu; en kannski hugsjónir ráði og ástin á Fróni. Hvað með heimilin, okurvextina og allar fjölskyldurnar sem hafa verið að tapa - og tapa. Og gamla fólkið. Blessuð börnin sem bíða þjónustu. Nei, þetta er sko ekkert djók. 

Auðskipt og stéttskipt samfélag er búið að festa sig í sessi. Ekki lengur eins og að vakna upp af martröð og segja nú er allt í lagi eða fá plástur á meiddið. Nýr samfélagslegur raunveruleiki meðal vor sem aldrei fyrr.

En samt - Jóhanna lifi!Íslenska valkyrjan.

Jæja, ég held ég bregði mér bara í pollíönnugallann og segi bless í bili.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband