Dagbókarbrot úr Kínaferð:
Loks gömul kínversk sveitamenning eftir örtröðina í Peking. Komin með upp í kok af óhófi kaupmennskunnar í miðborginni. Aldrei séð annað eins en sagt að Shanghai sé með margfalt fleiri kringlur. Hvar er ég stödd?
Simatai. Útsýnið frábært frá Simatai og gott að anda. Heiður himinn. Innri Mongólía blasir við á aðra hönd. Og þarna niður frá undir hvítu skýi - sem Kuan Yin, gyðja miskunnseminnar vakir yfir - glittir í Peking.
Skil þetta bara ekki enn.
Guði sé lof fyrir fjöll.
Simatai!
Þú bjargaðir lífi mínu í Kína.
Flokkur: Tónlist | 30.5.2007 | 16:27 (breytt kl. 16:32) | Facebook
Athugasemdir
Já Shanghai er með fleiri verslunarmiðstöðvar! Mekka materíalismans. En Simatai var óheyrilega fallegur staður. Og útsýnið óendanlegt. Ég naut mín vel í fjallaloftinu innan um heimamenn. Þú virtist vera í essinu þínu þarna!
Birta (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.