Bakkinn kvaddur með virktum - að sinni a.m.k. Vesturgatan lofar góðu! Hátt til lofts og vítt til veggja. Útsýn út á Sundin blá, til Esjunnar og upp í Hvalfjörð.
Hér beint á móti bjó árum saman gömul og góð vinkona mín, Sigurrós, sem lést í vetur. Blessunin mín. Vatnsdælingur og mikill bóhem eins og hún átti ættir til.
Merkileg þessi hringrás. Þetta ferðalag og hótel okkar Jörðin. Og nú er nýr íbúi Vesturgötunnar á leið til Amsterdam og Brusseles að forframast þar. Spændende. En þó meira spennandi hvað tekur við þegar heim er komið.
Nýtt lag trommað...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.