Grúskað í gömlum draumráðningabókum

Já; þð kennir sannarlega margra grasa í gömlu draumráðningarbókunum sem mér bárust fyrir nokkru. Báðar gefnar út á fyrri hluta 20. aldar og alls óvíst úr hvaða erlendum heimildum þær hafa verið þýddar. Sami galli einkennir margar nýrri draumráðningabækur. Erfitt að vita hvaðan og frá hvað tíma efnið er fengið. Og því spurning hvort til séu einhver séríslensk draumtákn og viðeigandi ráðningar þeirra, íslenskar. 

 Hér koma nokkur dæmi úr þessum gömlu bókum:

 Gullfiskur: Það er happamerki að dreyma gullfisk. Eitthvað, að líkindum bréf, mun berast þér langt að og valda þér gleði og ef til vill breytingu á högum þínum.

 Kirkjuturn: Að sjá kirkjuturn í draumi er dreymandanum fyrir því að óeigingjarnar óskir hans munu rætast og ást hans verða endurgoldin.

 Sigling: Að sigla á lygnum sjó er fyrir velgengni en á úfnum sjó fyrir óláni. Það getur oftast þýtt ferðalag að dreyma siglingu.

Útvarp: Talið er að það sé fyrir stórtíðindum að heyra í viðtæki í draumi.

 Draumasetrið Skuggsjá sem staðsett er á Akureyri og Djúpavogi heldur úti vefnum www.skuggsja.is 

Þar má finna ýmsan fróðleik um draumtákn og draumráðningar og um svefn og drauma almennt.

Sjá einnig bloggið draumar.blog.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband