Minntist á Vatnsdalinn áðan og eins á sitthvað um drauma. Leiðir hugann að Gretti sterka Ásmundarsyni og að merkum draumum hans. En Grettir var af ætt Oddaverja og virðist sem draumgáfa þeirra hafi verið einstök. Sér hennar ekki síður stað í Sturlungu. Ættfaðirinn; sjálfur Sæmundur fróði sem sat Odda á Rangárvöllum á 12. öld. Gæddur ýmsum dulargáfum svo ekki sé meira sagt, sbr. sögurnar af Sæmundi á selnum og Púkablístrunni.
Spurning með genamengið og Oddaverja nútímans sem sumir geta rakið sig beint til Sæmundar. Til að mynda gegnum Loft og Jón son hans í Næfurholti, Jón Loftsson, ríka, sem svo var kallaður. Kæmi ekki á óvart skv. kokkabókum erfðafræðinnar að afkomendurnir reyndust margir hverjir magnaðir draumamenn og draumkonur!
Morgunljóst skv. nýlegri Gallup könnun á draumum Íslendinga að yfir 72% trúa að draumar hafi einhverja merkingu fyrir þá, séu ekki bara bull. Og að yfir 76% trúa að draumar geti sagt fyrir um óorðna hluti og um 40% hafa reynslu af slíkum forspárdaumum sjálfir.
Sem sé: draumtrúin er lifandi meðal þjóðarinnar og einstök draumgáfan heldur velli í aldanna rás!
Flokkur: Ferðalög | 3.6.2007 | 17:38 (breytt kl. 17:51) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.