Hugurinn leitar heim í Fagradal - Balquhidder í suðurjaðri skosku hálandanna. Til þessara stórbrotnu heimkynna McGregora og McFarlaina. Og okkar gömlu heimkynna, íslensku Skotanna!
Nú er allt í blóma og útsýnið af Man´s Rock hreint frábært yfir vötnin tvö - Loch Voil og Loch Doine. Skyldu orkídeurnar ná að blómgast vel þetta sumarið faldar í víðfemu mýrlendi dalsins góða? Aldrei að vita nema svarta orkídean dyljist þarna einhvers staðar, vandlega hulin mannanna sjónum eins og svo margt annað í töfraheimi Fagradals.
Balquhidder; við erum á leiðinni!
Heim...
Flokkur: Bækur | 6.6.2007 | 11:01 (breytt 21.6.2007 kl. 17:32) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.