Dagurinn heilsar hvítur. Mánudagur, hvítsilfraður og í stíl við Luna. Og eins árs afmælisdagur litla HH í Montréal. Verður gaman í dag hjá ungum manni að hoppa og skoppa. Fara að feta æ stærri skref út í hinn stóra heim.
Held á draumaslóð að undirbúa komu draumahóps frá Bandaríkjunum. Það er planað langt fram í tímann. Man eftir þessum sið hjá tengdamóður minni, bandarísku. Og hvað mér fannst þetta skrítinn siður. En nú sé ég svo sem gildi hans.
Til hamingju enn og aftur HH. Hvítur og fallegur og algjör draumur, minn kæri!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.