Í fjallasal - tónninn hreini

Dagurinn mildur og fer batnandi. Fífilbrekka gróin grund að hætti Jónasar Hallgrímssonar og hátíð honum til heiðurs í dag á fæðingarstað hans Hrauni í Öxnadal.

 Skutlaði mínum gamla og góða vini, Helga Hallgríms, náttúrufræðingi, fram í Hraun. Margt um manninn í góða veðrinu. Og túnfíflarnir í blóma lífsins. Gular breiður víða í dalnum.

Í fjallasal háum af Hraundröngum og Þverbrekkuhnjúki; hinn hreini tónn. Ekki að furða að Jónas yrði bæði skáld og náttúrufræðingur, segir Helgi. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský...

Venus skín hér skærust morgun - og kvöldstjarna. Megi uppbyggingin í Hrauni verða Jónasi til sóma og kynslóðum til heilla.

Stutt milli heimanna. A thin place.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband