Dagurinn mildur og fer batnandi. Fífilbrekka gróin grund að hætti Jónasar Hallgrímssonar og hátíð honum til heiðurs í dag á fæðingarstað hans Hrauni í Öxnadal.
Skutlaði mínum gamla og góða vini, Helga Hallgríms, náttúrufræðingi, fram í Hraun. Margt um manninn í góða veðrinu. Og túnfíflarnir í blóma lífsins. Gular breiður víða í dalnum.
Í fjallasal háum af Hraundröngum og Þverbrekkuhnjúki; hinn hreini tónn. Ekki að furða að Jónas yrði bæði skáld og náttúrufræðingur, segir Helgi. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský...
Venus skín hér skærust morgun - og kvöldstjarna. Megi uppbyggingin í Hrauni verða Jónasi til sóma og kynslóðum til heilla.
Stutt milli heimanna. A thin place.
Flokkur: Bækur | 16.6.2007 | 16:40 (breytt 17.6.2007 kl. 22:53) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.