Sólstöður á mildu sumri

Samkvæmt gömlum viðmiðum byrjar sumarið í dag 21. júní; Sumarsólstöður. Lengsti dagur ársins og sólstöðurnar sjálfar á tímakvarðanum 17.06. Hvítur og mildur dagur.

Kannski birti í loftin með kvöldinu og sólarlagið - svo stutt sem það nú er - sjáist vel við mynni fjarðar. Þegar sólin rétt tyllir sér á hafflötin eina örskotsstund laust eftir miðnætti. 

Kaldbakur og Múlinn, öldungarnir tveir, kóróna Sólar í Norðrinu. Merk draumfjöll báðir og búnir að vera hér lengi.

Að baki er nóttin, ein merkasta draumnótt ársins skv. þjóðtrúnni, og gengu mér ýmsir draumar. Ekki skrítið að forfeður vorir hafi trúað að þeir gengju í fjöllin við ævilok...

Já; þá dreymdi stórt gömlu mennina.

Viva!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband