you make me smile with my heart...

Já; það fer ekki á milli mála. Marlyn Monroe gat sungið! Hreint óborganlegur flutningur hennar á laginu When I fall in love. Eignaðist þessa góðu upptöku ásamt fleiri góðum úr gömlum kvikmyndum í minni uppáhalds bókabúð Chapters á Saint Catherine í Montréal um páskana.

Fyrir utan frábært úrval bóka, þá er Chapters oft með góðan jazz á boðstólum. Og nú stendur einmitt yfir aðaljazzhátíð Montréalborgar. Mikið um að vera á Place - des -Arts. Og fólk frá öllum heimshornum að gleðjast saman. Sannkölluð fjölmenningarborg, Konungsfjall - Montréal.

 Nú er röðin komin að My funny Valentine með Ritu Hayworth: you make me smile with my heart...

Held það bara; each day is Valentine´s day.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband