Afmælin 4. júlí og slóðir feðranna

Tímamótadagurinn 4. júlí snertir ýmsa strengi í brjóstinu. Ekki bara þjóðhátíðardagur frændanna í Vesturheimi heldur 3ja ára afmælisdagur JR í Montréal - alltaf snjall og glaður snáðinn sá - og 26 ár hér í Fjólugötunni; life on Violet Street keeps going on. Og litli JR elskar snúðana hennar ömmu.

 Að lokinni vinnu morgunsins var haldið á slóðir feðranna og farin landkynningarferð upp í Mývatnssveit með G. vinkonu frá Lúxemborg. Drukkið afmæliskaffi í Gamla bæ og síðan farin hin fagra en fáfarnari leið norðan vatns. Á slóðir feðranna að Hofsstöðum. 

 Hofsstaðir, Laxáin og dalurinn, ein órofa og ósnortin heild. Ekki að furða að hingað hafi menn sótt orku og andlega næringu á fyrstu öldum byggðar. Enn sem þá, er orkan hér engu lík. 

Þótt þú langförull legðir

Though you travelled far

Til hamingju elsku JR, er á leiðinni með snúða!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband