Föstudagurinn þrettándi hefur reynst vel til að borga skatta og skyldur. Ekkert þó á við bankana. Vextir og enn meiri vextir. Eflaust er til einhver vaxtalöggjöf hér á Fróni en hvað með okurvaxtalöggjöf? Aldrei heyrt á hana minnst. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Skil ekki alveg hvar Þingheimur er staddur.
Sárabótin var að gúffa í sig heilu anísstykki frá Kristjáni í trausti þess að frönsku genin bjargi mér - franskar konur fitna ekki! Nú, jæja, annars geng ég þetta bara af mér í Kjarnaskógi um helgina. Upp með Brunná innan um greni og lerki, aspir, birki, víði og reyni og plöntur af öllum stærðum og gerðum. Allt í blóma.
Anísstykkinn frá Kristjáni hafa verið til frá því ég man eftir. Þá skokkaði maður léttfættur - og vaxtalaus - eftir þeim niður í Strandgötubakarí.
Hvað varðar vaxtastefnuna í landinu:
Kannski erum við Íslendingar þrælar eins og Laxness orðaði það.
Flokkur: Bækur | 13.7.2007 | 16:09 (breytt 15.7.2007 kl. 21:05) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.