Hann rignir loks. Mesti munur, allt skraufaþurrt. Man vart aðra eins þurrkatíð. Á heimleið í dag. Gekk vel með draumana og nú er það Kvikmyndamiðstöð næst. Nokkrir þættir; svona hugmynd fyrir veturinn. Dreymdi merkilega í nótt, stóra rútu sem ég mætti á leiðinni út Ólafsfjarðarmúla, hún var svona blágræn á lit, vegurinn rúmaði vart tvo bíla að mætast akkúrat þarna. En allt í einu var rútan bara horfin. Og ekki hrapaði hún í sjóinn, svo mikið er víst. Hvert veit ég ekki.
Merkt draumfjall Múlinn. En draumar sem mér hafa gengið og tengjast honum, hafa helst átt við atburði í útlöndum. Aldrei að vita hvað þessi táknar. Sjáum til.
Það er byrjað að rigna aftur.
Flokkur: Bækur | 19.7.2007 | 09:43 (breytt 23.7.2007 kl. 10:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.