Á Héraðsskjalasafninu að grúska í gömlum draumgögnum. Merkar draumminjar varðveittar hér á efstu hæð í Amtsbókasafnshúsinu nýja. Flestar handskrifaðar frá gamalli tíð við Eyjafjörð. M.a. handskrifaðar draumráðningabækur frá 19. öld!
Hér er líka varðveitt stórmerkt draumasafn Kjartans Júlíussonar, bónda á Skáldstöðum, góðvinar Laxness. Í draumi skráðum í desember 1962, kveðst Kjartan hafa dreymt Laxness um nóttina. Mundi drauminn vel næsta morgun. En gat ómögulega rifað upp það sem Laxness talaði í draumnum og fannst miður. Kannski fleyg orð í næstu bók skáldsins...
Já; þeir fylgdust greinilega að í vöku og svefni, vinirnir.
Góð vinkona mín var alin upp hjá Kjartani á Skáldsstöðum og konu hans. Hún bjó hjá þeim í torfbænum til 10 ára aldurs - og er þó bara á góðum aldri í dag. Ekki að furða að Laxness hafi sótt í gamla bæinn og þá sögu sem þar sveif yfir. Sem enn var þó svo nálæg.
Flokkur: Bækur | 25.7.2007 | 11:40 (breytt kl. 11:55) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.