Þá er þetta að smella og sýningin Draumar á safni nær tilbúin fyrir formlega opnun á morgun. Óhætt að orða það svo að setrið Skuggsjá búi við draumagengi þessa dagana. En hefur kostað sitt í yfirlegu og öðru. Jæja. Tími uppskerunnar...
Merkilegt með þessa sköpun, hún er náskyld draumunum og fantasían sjaldan langt undan. Og stundum þarf að mæta óvissunni og læra af visku hennar. En vonandi þó halda sig svona þokkalega á jörðinni, missa ekki alveg jarðtenginguna.
Í það minnsta er ekki alfarið eftirsóknarvert að lenda í sporum Sue Blue/Kittie Grace í Inland Empire sem mér tókst að horfa á í gærkveldi; með þeim lengri. Draumkennd fantasía - og þó. Eða hvað er veruleiki? David Lynch bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn né meðframleiðanda hans, leikkonunni Lauru Dern.
Hrein ólíkindatól.
Flokkur: Bækur | 8.8.2007 | 18:46 (breytt 10.8.2007 kl. 10:19) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.