Merkilegar þessar tilviljanir í lífinu eða hvað. Fyrsti tölvupósturinn frá BNA að aflokinni velhepppnaðri sýningaropnun Drauma á safni, barst frá nýkjörnum forseta Alheimssamtaka draumfræðinga, David Khan. Blæs manni baráttuanda í brjóst; að halda áfram í draumunum.
Flug - draumar hafa tekið völdin í sál og sinni eftir að Draumar á safni fóru í loftið ásamt vefsíðu Skuggsjár www.skuggsja.is og bæklingnum góða í draumalitnum sem við Villi völdum eftir ýmsar pælingar. Já; einmitt: fjóluliturinn! Allt, góðir áfangar að ná.
En mínir flugdraumar núna eru alveg niðri á jörðinni og raunar á frönsku. Snúast um tvær ferðir framundan, aðra til hinnar gömlu nýlendu Frakka í Vesturheimi, Quebec - til fjölskyldunnar í Montréal - og hina til hinnar öldnu en glæstu höfuðborgar á Signubökkum.
Spennandi flugferðir og - draumar framundan á næstu vikum og mánuðum. Ekki bara áfangastaðir heldur líka annað heima...
Flokkur: Bækur | 11.8.2007 | 15:01 (breytt 12.8.2007 kl. 15:26) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.