Vor Frúar Basilíkan í Montréal er sú fegursta sem ég hef komið í og hef ég heimsótt þær margar kirkjurnar og guðshúsin á mínum ferðum. Notre Dame þeirra hér; yfir 70% íbúa frönskumælandi og kaþólskrar trúar. En allir hópar eiga sitt pláss í Konungsfjalli án teljanlegra árekstra og er það vel. Fórum í basilíkuna í gær öll fjölskyldan.
Litlir stúfar léttir í lundu og við stóra fólkið enn að melta sushi gærkvöldsins. Þar gætti Hinn Alvakandi Búddha húsakynna og ekki laust við að glitti í kankvíst bros undir árvökulu augnaráði sem ekkert fer framhjá hvorki þessa heims né annars; þessa himins né annarra himna.
Aftur góður dagur í dag - sunnudagur enda þótt sólin sé með mildara móti og ekki laust við að norðlenskur svali leiki um loftin blá.
Flokkur: Bækur | 19.8.2007 | 14:28 (breytt kl. 14:55) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.