Ferðalag til Guilin eftir viðkomu á videóleigu...
Hreint frábær leikur Edward Norton og Naomi Watts ofl. í The painted veil sem ég sá í gærkveldi og byggð er á sögu Somerset Maugham. Gerist í Kína á tímum kólerunnar snemma á 20. öld - ástarsaga ungra breskra hjóna; sometimes the greatest journey is the distance between two people.
Gefur góða innsýn í sögulegar hræringar þess tíma, menningarleg áhrif og átök vesturs og austurs. Kaþólskt trúboð og þjóðernishræringar.
Tónlistin líka stórkostleg.
En það besta þótti mér að myndin er í raun og veru tekin upp í Kína og að mestu í Guangxi héraðinu í hinum ævaforna bæ Guilin á bökkum Li. Landslagið hér með ávölum hæðum, strýtufjöllum og bugðóttum ám margrómað að fegurð. Kínverjar kalla það hið fegursta undir himninum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.