Kaupfélagshornið í enn einni útgáfu?

Kaupfélagshornið í enn einni útgáfu? Varð mér hugsað þegar ég keyrði niður Gilið seinni partinn. Þar var þá verið að vinna við skilti. Ó, God. Var verið að taka Eymundsson niður á gamla Kaupfélagshúsinu? Sem nú er í eigu eins veldisins - hætt að nenna að leggja öll félögin og nöfnin á minnið -  eins og svo margt fleira hér um slóðir. Bíð eftir að sjá dásemdina á morgun, nýja skiltið eða hvað og nafnið sem maður þarf kannski ekki einu sinni að leggja á minnið. Því: það kann að verða stutt í næsta skilti.

 Þessi skiltaskipti eru nú farin að hlaupa á tölum - kannski ekki tugum en samt - og það bara á örfáum árum. Ný félög og kennitölur, yfirtökur, samrunar osfrv. osfrv. Íslenska efnahagsundrið; já, vissulega má lesa um það á skiltunum á þessu stærsta götuhorni höfuðstaðar Norðurlands, hinni íslensku Barcelóna. 

 Fjörðurinn er stór, góðu heilli, nú um stundir þegar andrúm heils bæjar er farið að stjórnast

af skiltum...

 Eymundsson enn á sínum stað í dag! Kannksi var bara verið að pússa skiltið í gær! Það þarf nefnilega líka að pússa fíneríið. Eða kannski það hafi verið nær rokið af í hvassviðrinu þessi dægrin.

Jamm og jæja. Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband