When the saints... og Íþróttavöllurinn

Gulur dagur og rauður; appelsínugulur á milli. Eins og hendi sé veifað hefur tjrágróðurinn hér á þessum gamla árfarvegi Glerárinnar klifrað litrófið. Og þegar ég gekk upp götuna Fjólu undir kvöldmatinn í gær og dáðist að þessari heillandi litadýrð, barst mér ómur úr gjallarhorni af Íþróttavellinum - frá þessu heita hjarta bæjarins. Ekki um að villast; When the saints go marching in var sungið hástöfum af miklum mannfjölda í nýrri íslenskri þýðingu að hætti fótboltabulla. Það var leikur í gangi á Vellinum og fólk í öllum stúkum. Greindi ekki vel orðaskil en hvað með það. When the saints go marching in, þá eru the saints marching in...! Eitthvað á þá leið að þið eruð ágætir og frábærir strákar.

 Já, það væri óskandi að saints - dýrlingar þessa heims og annars haldi verndarskildi yfir þessu hjarta bæjarins, ef ekki sem Íþróttavelli, þá sem fögrum friðarreit og skemmtigarði. Talandi hér fyrir stuttu um skilti eða lógó, þá er nú blikur á lofti og mikil ásælni í þetta aðal lógó Akureyrar. Er það ekki dæmigert fyrir hamfarir okkar tíma?

 When the saints...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband