The saints - og margræðni hlutanna

Á votri leið minni úr Glerárgötu og niður Fjólugötu áðan - með haustfagran Íþróttavöllinn á aðra hönd - kom hið gamla góða dixíelag þeirra New Orleansbúa The Saints upp í hugann. Hlutirnir geta verið svo makalaust margræðir; og óræðir ef svo ber undir. The Saints var nefnilega upphaflega útfararsálmur og er raunar enn. Þetta ólíkindatól þróunin hefur þó hagað því svo til að nú er lagið baráttulag margra fótboltaliða en heldur þó áfram velli sem útfararsálmur. Og greinilegt að hér er búið að íslenska hann hvort sem það voru nú KA menn eða Þórsarar sem sungu hástöfum á Vellinum í fyrrakvöld: When the saints go marching in....

 Það er kannski eins með Völlinn; hver skyldu verða örlög hans? Var þetta upphafið að endinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband