Regndans í sól á heimleið í dag. Og soft jazz á fóninum. Pavarotti - blessuð sé minning hans - er full kröftugur á svona ferð um Landið bláa.
Við sáum til friðarsúluljóssins hans Lennon frá Viðey á leið okkar úr Háskólabíó, mæðgurnar, í fyrrakvöld. Svona dauft stroll beint upp; eða var þetta Máninn að bregða á leik? Nei, víst ekki; sannarlega Lennon upphafinn eða í niðurhali!
Eftir magnaða mynd og leik í 3:10 to Yuma. Örlagavefurinn flókinn og persónurnar eftir því en allt hnígur að samræmi, sátt og friði þrátt fyrir allt, eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.