Straumhvörf að verða á Fróni og hamfarir í borgarstjórn upphaf á nýjum kafla? En vissulega getur brugðið til beggja vona; hingað til hafa íslensk stjórnvöld, sama á hvaða stjórnstigi, buktað sig fyrir valdi auðsins, sama hvernig hann hefur verið fenginn. Heimóttaskapur og þrælslund undir formerkjum frjálshyggju. Heilmikið hafarí í gangi og þjóðin gerð meðvirk í dramanu en þessi farsi hefur bara svo oft áður verið leikinn - og síðan ekkert í raun gerst, því er nú ver.
The Lives of Others; sá hana um helgina, meistarastykki. Stasi alls staðar og spilað á margslungna strengi. En Múrinn féll. Þrátt fyrir allt getur margt gerst og þróunin færst áfram. Kannski líka hér.
Flokkur: Bækur | 16.10.2007 | 21:27 (breytt 24.11.2007 kl. 14:24) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.