Súrrealískur veruleiki þessa hversdags

Jag í draumi sem ég heyrði eða var það jag í borgarstjórn, draumur eða veruleiki? Kannski leiðindaveður í aðsigi skv. gömlum draumtúlkunum sjómanna.

Rannsóknarverkefni við HA, Draumar íslenskra sjómanna, verður gaman að sjá hvernig til tekst. Kannski var líka hvalur í draumum næturinnar. En mér skilst að það sé sjómönnum fyrir góðu að dreyma hval. Veit ekki með aðrar starfsstéttir þó.

 Italia mia! Pælingar í ítalskri draumhefð og hinni draumkenndu borg, litlu Flórens, Lecce, neðan á ítölsku ilinni. Fellini og draumar í kvikmyndum hans á borð við  La  Strada, La Dolce Vita og 8 1/2. Ítalía og skór; fyrsta tenging mín þangað svo skrítilega sem það nú hljómar.

Og Umberto Eco að gefa út nýja bók, um Ugliness - ljótleikann. Á von á að ljótleikinn verði fagur í hans meðförum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband