Tími til kominn og þó fyrr hefði verið - miklu fyrr

Það er óskandi að Björgvini Guðna, viðskiptaráðherra, verði ágengt með nýjum tillögum um afnám stimpilgjalda, innheimtukostnað, greiðsluaðlögun fólks í erfiðleikum, ofl. Loksins á að taka á okrinu í þessu landi. Endurskoða ýmsar reglur  - og regluleysi - sem viðgengist hefur með tilheyrandi vanda fyrir íslenskar fjölskyldur. 

 Þegar Íslandssaga síðustu áratuga er skoðuð, litast hún mörgum dökkleitum tónum - sorgartónum - sem tilraunir misviturra manna með íslenskt hagkerfi hafa leitt af sér. Því á sama tíma og alls kyns efnahagslegar hamfarir hafa gengið yfir þjóðina og markast m.a. af myntbreytingunni 1980, verðbólgu sem fór yfir 100% 1981 og uppgangi óhóflegrar vaxtastefnu, hefur alltof lítið gerst varðandi neytendavernd og neytendarétt.

Hvers vegna?

Eru Íslendingar svona ómeðvitaðir um rétt sinn eða hreinlega alveg sama um náungann í þjóðfélagi þar sem hver bara bjargar sér annars er hann hvort eð er fæddur aumingi m.ö.o. fæðingarhálfviti, í þjóðfélagi þar sem vextir hafa verið hæstir á byggðu bóli og gjaldþrot fjölskyldna slá heimsmet?

Einhliða réttur hins sterka og talsmenn fólksins í landinu sjaldséðir/heyrðir. Líkt og innviðir samfélagsins hafi gleymst. Enda farið að molna undan lýðræðinu svo um munar.

... sem á brjóstum borið og blessað hefur 

suma... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Birta (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband