Nú fór Zhang alveg með það!

Nú fór Zhang alveg með það, varð mér hugsað, eftir að horfa á nýjustu mynd hans Curse of the golden flower sem nýlega kom á DVD. Vissulega stóð Gong Li sig vel eins og hennar var von og vísa í hlutverki keisaraynjunnar en að öðru leyti virkar myndin býsna flöt. Æ, æ.

Dýrasta kvikmynd Kínverja til þessa og sú sem líka hefur halað mestu inn. Íburður keisarahallarinnar, gullið og glitið, með því trompaðasta sem sést hefur á Hvíta tjaldinu og búningagerð haglega fögur en samt... Myndin nær engum hæðum og skortir alla þá ljóðrænu sem einkennir fyrri myndir Zhang: Crouching Tiger, hidden dragon; House of the flying daggers, og Hero.

Jú; boðskapurinn skilar sér, um þann persónustyrk sem keisari Kínaveldis þurfti á Tang tímanum til að halda víðlendu ríkinu saman: Gangverkið er það sem öllu skiptir og stutt í flókið plottið og baktjaldamakkið.

Að halda andlitinu enda þótt grimmdin og græðgin ráði öllu.

Ágæt skírskotun í nútímann svo sem.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband