Silfur klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Frábær matur hjá þeim á sunnudagskvöld í sameiginlegu afmæli á gömlu Hótel Borg; byltingarbarnið sjálft heima á Fróni, fjarlæðir skreppa saman og ekki tiltökumál að einhenda sér yfir Atlantsála í smá helgarstopp. Og nú kominn aftur til Vesturheims, nánar tiltekið Las Vegas út af vinnunni.
Kom við á Súfistanum í góðan kakóbolla á heimleið norður aftur, kíkti inn hjá Sollu gullsmið og í Antikbúðina - hugmyndir að jólagjöfum - og brunaði svo í ausandi rigningu norður yfir heiðar.
Menið góða frá Dýrfinnu Torfa - afmælisgjöfin - féll algjörlega í kramið og á eftir að brúkast mikið. Takk, takk, börn og bura.
Já; vissulega tek ég Landið fram yfir verksmiðjuútlit höfuðborgarsvæðisins. Hrikalegt að sjá allt þetta verksmiðjuhúsnæði eða hvað það nú er. Eins og að keyra í gegnum bæi í miðríkjum BNA. Annars á höfuðborgarsvæðið sinn fallega sjarma hér og þar. Því verður seint neitað. Og fagur er fjallahringurinn með sín 18 eldfjöll eða svo...
Flokkur: Bækur | 13.11.2007 | 11:25 (breytt 24.11.2007 kl. 14:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.