það þyrfti einhvern orðhagan mann eða konu í anda Jónasar til að þýða hið frábæra lag um Tunglá eða Moon River. Hefur elst afburða vel og fylgt mörgum lengi eins og inn í þennan grámyglulega og kaldranalega morgun hér á norðurhjara veraldar.
Varðandi tvítyngi eða margtyngi yfirhöfuð og þá skoðun að ef til vill hafi Jónas og íslenskan grætt á kynnum hans af útlöndum og öðrum þjóðtungum, þá eru kynni af fleiri málum en móðurmálinu, talin örva sundurhverfa hugsun - á engilsaxnesku divergent - og þar með skilning á hinum myndrænu og skapandi hliðum hugsunar og tungumáls. Eitt er þó sýnu mikilvægast í þessu samhengi og það er að fyrst þurfum við þó að eignast góðan grunn í einu máli, sem sé íslenskunni. Okkar móðurmáli.
En víkjum aftur að Moon River með kaffibollann í annarri og snarlandi síðbúinn morgunmat í hinni; Tiffaný's lampinn enn logandi grænu ljósi í glugganum...
Moon river wider than a mile
I am crossing you in style some day.
Oh, dream maker, you heart breaker,
wherever you're goin', I'm goin' your way.
Two drifters, off to see the world
there is such a lot of world to see.
We're after the same rainbow´s end,
waitin' round the bend,
my Huckleberry friend, moon river and me.
Flokkur: Bækur | 17.11.2007 | 13:12 (breytt kl. 13:29) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.