Stjörnuskari á skírum nóvemberhimni - og halastjarnan Holmes?

Kvöldhiminn gærkvöldsins var einstakur hér í Eyjafirði og trúlega sá skírasti sem ég hef augum litið lengi. Veður var milt og ekkert að því að bardúsa léttklæddur úti í garði um miðnætti og njóta þessa magnaða himnaspils.

Mars tindrandi skær og nálægur eins og hann hefur verið í haust. Kassíópea svingandi sínu tvöfalda W á norðaustur himni og sást vel í Sjöstirnið til suðurs. Þarna mitt á milli var hnöttur á reiki býsna skær; gott ef halastjarnan Holmes var ekki þar kominn enda þótt halinn sé að mestu horfinn. Holmes sást fyrst 24. október sl. Hefur áður sést og var það seint á 19. öld, heitir eftir stjörnufræðingnum sem uppgötvaði hann fyrst.

Ókeypis lúsxus sem enginn á, a.m.k. ekki enn... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband