Bernharður Núll fær fullt hús!

Bernhaður Núll, nýjasta skáldverk Bjarna Bjarnasonar, og um leið það frumlegasta, áleitnasta og efitirminnilegasta, fær fullt hús stiga. Þessi bók slær raunar öll met og er að mínu mati albesta bók íslenskrar tungu (og hugsunar) í áraraðir. Vegurinn og Daó koma upp í hugann - og minni úr kristni...

Nútímaskáld hér á Fróni sem skrifar af slíkri innlifun um hversdagstilvistina og leit mannsins í draumkenndum veruleika eða kannski sýndarveruleika? En hvort sem er, þá ferðumst við með okkur sjálf hvert sem leið liggur. Einstakt persónugallerí; saga af veru og ekkertveru, lituð af sjálfsþótta og eigin upphafningu.

En hver stenst dularmögnum lífsins snúning? Að detta úr áhorfendasætinu. Að hitta kærleikann fyrir. Leiðin er fórnarinnar.

 

Takk fyrir að vera til og skrifa; með penna:

 Tölvan gerir tungumálið að dauðu tæki, að letri á legsteini...

 

 Hversdagsnjósnaranum Bernharði Núll tekst sannarlega að gára yfirborðið og snerta sál okkar:

Sálin er ljósið í sjálfum mér, viljinn, og þetta sálarviljaljós er dauft. Það er sjaldgæft að rekast á fólk hvers ljós lýsir út í hið óþekkta. Ég horfi ekki á mann fyrr en hið óþekkta í sálartetri hans er ljómað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband