Tröllskan ríður ekki við einteyming frekar en fyrri daginn. Að vita best - og mest. Deila og drottna. Nú er það nýjasta að til að skrifa um bók, þá þarf maður að fara á líkan stað þeim sem sagan gerist á og upphugsa sinn heilaga dóm þaðan. Spurning hvaða kaffihús? En til þess að halda texta og söguefni rétt til haga, þá hét kaffihúsið í umræddri bók um Bernharð Núll, Demón Café, ekki Cafe Demón, eins og tiltekinn ritrýnir, Björn Þór, heldur fram í Mogganum í dag.
Kannski það að lesa hafi - sem aldrei fyrr - mismunandi merkingu í huga mismunandi fólks og fljótaskrift á öllum hlutum sé boðorð dagsins. Hvað þýðir svo sem setning ritrýnisins: að birta djúpsæja innsýn á áþreifanlegan hátt?
Fæ ekki varist þeirri hugsun að svona dómaraskrif segi meira um þann sem skrifar en það sem skrifað er um.
Flokkur: Bækur | 28.11.2007 | 11:33 (breytt kl. 12:28) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.