Pisa, Umberto, draumar og englaspil

Samstarfið við Pisa háskóla og Umberto Barcaro um draumana gengur vel. Heilmikill handargangur fyrir helgi og okkur tókst að senda inn abstrakta á tilsettum tíma ásamt Olaf, Faribu, Gayle ofl. góðu draumfólki fyrir symposium í Montréal. Það er eðalpenninn Richard Russo, höfundur Empire Falls, sem verður í forsætinu.

Nýtt ár 2008 lofar því góðu í mörgu tilliti svona að slepptri allri sút. Margt er bæði mótsagnakennt og mótdrægt í þessum mannheimi á Fróni þar sem firring peninga - og okurhyggjunnar má sín mest nú um stundir. Og draumskrif lesast og skiljast svona fyrir ofan garðinn og neðan, a.m.k. hjá þeim sem síst skyldi. Eða þannig.

Vermandi tónlist - sannkallað englaspil - á landinu kalda: Mugiboogie tær snilld. Og englarödd Péturs Ben. nær að njóta sín í hæstu hæðum. Takk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband