Orðhákar eru og verða orðhákar

Orðhákar eru og verða orðhákar. Þessi sterki strengur í brjóstinu og tóninn hreini dofnar seint þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Það hrutu nefnilega ýmis ágæt orð og setningar af vörum einnar nákominnar sem fannst ég hafa minni tíma en venjulega. En hvað fá aldraðir og aðstandendur þeirra svo sem hér á Fróni? Nema skít og skömm í hattinn. Og ekki sýnist mér nýtt ár fela í sér fyrirheit sem staðið verður við í þágu aldraðra nema einhvern snýting úr nös.

 Aðspurð hvort ég hefði eitthvað verið að koma - sem ég geri raunar daglega - þá svaraði sú gamla: Ha? Felumyndin? Nei, ekki sést hér nema þá sem felumynd.

 Þegar hún var spurð um aðstoðina sem hún fékk við að skreyta jólatréið, þá svaraði hún að bragði: Ef þú mætir einhverjum í stiganum á hlaupum út sem hefur skreytt með ósýnilegum jólakúlum, þá er það hún. 

 Blessunin, nú skoðar hún bara krossgáturnar, hætt að kroppa í þær hvað þá ráða á mettíma eins og hér áður fyrr. Þessi mikla íslenskumanneskja. En orðhákshátturinn fer seint af. Greinilega - og til allrar lukku. Því hvað væri þetta líf ef ekki væri fyrir Orðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband