Eitt það besta við eftirjólatiltektina var að ég fann loksins geisladisk - Switched on country - sem lengi hefur verið týndur. Diskurinn inniheldur mörg frábær lög og ballöður. Allt í einu dúkkar hann upp eftir 2 ár og finnst í borðstofuskápnum! Fáir skápar þó jafn mikið notaðir á heimilinu þannig að ég skil þetta nú ekki.
Álfa - og huldufólkstrú enn sterk hér á Fróni eins og nýleg rannsókn þjóðfræðinga sýnir. Switched on country tekinn til spilunar í öðrum heimi og afritunargræjur nú komnar í hulduheima og loks hægt að skila?
Jæja, hvað veit maður svo sem.
It´s a long long way down the Mississippi...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.