Þetta er svona mangahelgi hér á Fróni; japönsk áhrif teiknimyndasögunnar síast vel inn í íslenskt geð. Og hvítgrár himinn gjóir til manns stórum, tárvotum augum.
Náði að sjá Tokyo godfathers sem ég fékk sem eina gamla með nýju 1408 myndinni eftir sögu Stephen Kings. Lærði ekki orð í japönsku en held ég hafi skilið söguþráðinn þrátt fyrir það. Ljóslifandi myndmálið leiðir mann áfram.
Já; ekki bregst Japönum bogalistin þegar kemur að anime. Oldboy lílkega ein sú besta kvikmynd sem gerð hefur verið eftir mangasögu. Verður gaman að sjá sýningu Borgarbókasafnsins í vikunni á mangateikningum eftir íslensk börn og ungmenni. Fara síðan í nördabúð dauðans - Nexus á Hverfisgötunni - og leita uppi alla Vengeance trílógíuna - Sympathy for Mr. Vengenance, Oldboy og Sympathy for Lady Vengeance.
Teikningar 9 ára drengs úr Breiðholtinu, Ágústs Hrafns, sem birtust í fylgiblaði Moggans, Börn, í gær, eru hreint afbragð. Sé ekki betur en hér sé mikill mangasnillingur á ferð og sjálflærður. Ótrúlegar teikningar - og ekki vantar stóru augun...
Flokkur: Bækur | 20.1.2008 | 13:25 (breytt kl. 13:28) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.