Sami tími að 35 árum liðnum

Sami tími að 35 árum liðnum.

Gosið var stórfengleg og ægifögur sjón, því verður seint neitað.

Nú var aftur kominn þriðjudagur og jörð tók að skjálfa um svipað leyti að nóttu en á aðeins öðrum stað, sem sé Grindavík. Hringur að lokast og annar að opnast?

 Gott framtak Eyjamanna að færa þakkargjörð í gær, 23. janúar, 2008, í tilefni af upphafi goss í Heimaey 35 árum fyrr. Því magnaða sjónarspili þegar við mannfólkið fundum hvað best til smæðar okkar gagnvart ægivaldi Náttúrunnar. En hún reyndist okkur líka mild; mannbjörgin gosnóttina úr Eyjum alveg einstök, allur flotinn í höfn vegna óveðurs daginn áður og vindáttir hagstæðar. Líf tók að dafna á ný strax um sumarið og eyðileggingin að hopa.

 Það er þó ekki ofsögum sagt að Gosið hafði afgerandi áhrif á líf margra - og á þjóðarbúskapinn.

Forsjónin hagaði því þannig til í gær, að alls óvænt og óundirbúið, þá vorum við samankomin flest sem hittumst í Safamýrinni þennan örlagadag fyrir 35 árum. Ég þá nýstigin á land eftir nætursiglinguna úr Eyjum með eldinn í bakið.

 Margslunginn er hann þessi Tími. Hve táknrænt að þau færðu mér forláta úr...

Vonum það besta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband