Kaldur og stormasamur, vindkælingin uppúr öllu... Jæja, það er nú einu sinni Þorri.
Stóru spurningarnar í lífinu, eins og gleði og sorg, líf og dauði og það hvernig við svörum þeim, mótar okkur, bæði mýkir og herðir, eins og tilvistarheimspekingar hafa löngum bent á. Það að vera hraustur og hugrakkur, vona hið besta og breyta eftir þeirri von og taka svo því sem að höndum ber, taldi einn af feðrum nútíma sálfræði, William James, mestu um vert. Þetta var löngu fyrir daga Leyndarmálsins - the Secret - sem nú fer á markaðs - og neysluhyggjumethraða um heimsbyggðina. Leitin að merkingu í tómhyggju samtímans. Spurning þó hvort hentistefna séu hin nýju trúarbrögð? Minnist sögunnar af Jóni biskupi Arasyni á dauðastundinni í þessu samhengi:
Síðastur gekk Jón biskup á vit dauða síns og hélt á krossmerki, en áður hafði hann gengið í kirkjuna.
Og sem biskupinn gekk fram úr kórnum, vildi hann krjúpa niður fyrir Maríulíkneski en presturinn, sem hafði þjónustað hann og Sveinn hét, bað hann að leggja af þá hérvillu og mælti: Líf er eftir þetta líf, herra.
Vék biskup snögglega að honum með svofelldum orðum: Veit ég það Sveinki.
Honum var boðið líf, en hann kvaðst vilja fylgja sonum sínum.
----------------
Forfaðir allra núlifandi Íslendinga.
Flokkur: Bækur | 31.1.2008 | 23:55 (breytt 1.2.2008 kl. 09:48) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.