Léttstíg ganga - á klaka

Áfram veginn. Veit svona eitthvað um stefnuna, hún er óendanlega afmörkuð, er allt sem hægt er að segja.

 Í morgun í Kjarnaskógi í fyrsta skipti í talsverðan tíma. Upp með Brunná að venju. Svona léttstíg ganga á klaka og verst neðst en allt autt efst þar sem fer að sjást aftur í Súlur.

Hugsaði mikið um það hvernig best myndi að þýða enska orðatiltækið A walk in the park. Varla sem léttstíga göngu á klaka!

En kannski er það svo um okkur hér á Fróni að við öðlumst leikni við að ganga léttstíg á klaka.  Annars skripl - og einhver brýtur sig. Já; einsýnt að við þurfum að kunna að fóta okkur hér á Klakanum, þessi þjóð. En kunnum við það? Okkar þjóðfélagslega walk in the park á þessum vetri er mikið skripl. 

A walk in the park þýðir í eyrum enskra að eitthvað sé auðvelt fyrir manni. Það er t.d. ekkert walk in the park lengur að reka íslenskan banka...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband