Eintómt bíó

Eintómt bíó þessi fjármálafarsi sem er í gangi. Eins og að horfa á endursýnda frumsýningu á útrásinni dag eftir dag. Stillt á hold...

 Vantar ekki smá reality check á stöðuna? Eru hlutirnir að hreyfast eitthvað? Hvernig hreyfir maður sig annars í seigfljótandi sýrópi? 

 A.m.k. eru svörin óljós þegar kemur að tryggingum og ríkisábyrgðum á bankainnistæðum og sparifjáreign landsmanna. Gleymdist þjóðin sjálf alveg; þessir venjulegu Íslendingar sem hafa önglað einhverju saman? Collateral damage á fullu? Eða í hvaða vinnu eru þingmenn og ráðherrar og hvar er löggjafinn staddur? Best fyrir alla að koma þessu á hreint sem fyrst.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband