Ítalíustraumar og draumar

Hef veriđ ađ grúska í gömlum dagbókum frá Ítalíuferđ og undirbúa symposium međ Russo og Bacaro ofl. um ítalskt dreymi í listum. Athuga hvort í dagbókunum séu einhverjir skráđir draumar frá ţessu Ítalíućvintýri, ađ heimsćkja mína íslensk-ítölsku fjölskyldu í Púglíu á stígvélahćlnum. Perrone ćttin hefur lengi átt ţar rćktarlönd en víđa fariđ - Perón og Argentína - eins og mín íslenska familie. Ađ vísu ekki Rómarganga ađ fornum siđ heldur nútíma lestarferđ.

Fyrst var ţađ Gstaad og Saanen í friđsćlli fegurđ svissneskra sveita og Alpa, hlustandi á Indverska spekinginn Krishnamurti. Ţađan til Bernar og í háskólann. Síđan hrikaleg skörđin yfir á Pó sléttuna og ţađan bein leiđ til Rómar. Í ţessu dagbókarbroti er skráđ eftirfarandi um ferđina frá Bern til Rómar:

 Veit ekki hvort ég er sofandi eđa vakandi ţví mađur verđur svo slćptur í ţessum lestum. Er núna búin ađ vera á ferđinni í lestinni síđan kl. 8 í gćrkveldi og nú er kl. ađ verđa 8.30, ţ.e. í 12 tíma á ferđalagi. Erum loks ađ nálgast Róm...

 Mjög fallegt hér á Ítalíu, sól og gott veđur, svolítil gola, og ţvottur blaktir vinalega á snúrum ţorpanna. Kann strax vel viđ mig.  Andstćđurnar viđ Sviss ótrúlegar. Meina menningin, ţar var allt fallegt en í kyrramynd.

Líklega erum viđ komin til Rómar. Langar ađ fá mér herbergi og vera hér til morguns. Slappa vel af, fara í bađ, fá mér góđan mat. Skođa mig um.

 Ekkert varđ úr ađ ég fengi mér herbergi í Róm. Ég varđ hálfsjokkeruđ á trođfullri járnbrautarstöđinni og ákvađ ađ taka nćstu lest til Lecce. Konur međ ungabörn í reifum betlandi ţarna og svartklćddar nunnur stuggandi ţeim kuldalega burt. Og ţarna er rauđhćrđ og digur fallin kona, eđa ég veit ekki hvađ, öskrandi tutti eitthvađ, úfiđ háriđ út í loftiđ og andlitsmálningin lekandi niđur í hitastćkjunni. Eftir tóninum ađ dćma, blótandi karlpeningnum í kringum sig. Veit ekki hvert ég er komin. Ekki vantar Jómfrú Maríu í fleirtölu í minjagripabúđinni ţar sem afgreiđlsukonan ţykist ekki skilja orđ í ensku. 

Fer inn í borgina og upplifi mig eitthvađ svo smáa innan um ţessar risavöxnu steinhallir sem skyggja á sólina. Ţađ glittir í Páfastól. Vatíkaniđ. Tíminn er forn og dćgursveiflan súrrealísk, undirtónar Austurs og Vesturs margradda. Gloria. Gloria in eccselsis. 

En; ekkert fćr hrifiđ mig lausa frá sýninni á járnbrautarstöđinni. (Systir mín eyddi ţessari angurvćrđ seinna; allt sett á sviđ, betliđ sem sé. En börnin voru raunveruleg, mótmćlti ég, og ţađ ţykir mér verst. Fj. Og nú ţessum áratugum síđar selja Austur Evrópubúar dćtur sínar, systur og konur; the skin trade blómstar sem aldrei fyrr. Hélt viđ myndum ekki lifa ţetta hér á Vesturlöndum, satt ađ segja. En kaupendurnir, ţađ erum víst viđ).

Já; ţessi fyrstu kynni af Róm voru mér sem martrađarkenndur draumur. Leiđslukenndur vakandi manns draumur undir Lúsíferskum áhrifum.

 Viđ tóku svefnlitlar nćtur - og mennskir draumar - í júlíhitanum viđ grćnblátt, móskubrimađ Miđjarđarhafiđ og hreinar strendur Púglíu hvar heilög Lúsia dvaldi í neđanjarđarhelli eftir flóttann frá Sikiley. Náđi mér í lifandi vatn úr hennar líknarlind fyrir augun hennar ömmu:

Svaf sćmilega en hitinn er óbćrilegur. Dansađi heilmikiđ í gćrkveldi, fórum á veitingastađ. Borđađi pizzu, ekki til heima. Gaman á markađnum međ Ölmu. Fórum ţađan í helli heilagrar Lúsíu. Og Jósefína međ sinn heilaga Antóníus, stytta međ nátthúfu á borđstofuskápnum, yfir og allt um kring. Gott ef hún gefur honum ekki ađ borđa međ hinum; ţađ verđur erfitt ađ kveđja hana... Síđan var ţađ Litla Flórens - Lecce - algjör draumur og hitti beint í hjartastađ.  

Ţessi Ítalíuferđ markađi stór ţáttaskil. Kannski er slatti af svefnlausum náttum undir ítalskri sól bara hollur ásamt dágóđu stuđi af fjölbreyttri menningarflóru. Ţví ţarna tókst mér loks ađ gera upp hug minn um nćstu skrefin í sálfrćđinni. Valdi hvorki Bern né Róm, sem báđar höfđu veriđ i sigtinu. Heldur Alba og Silfurborg. Skotland og Stirling.

Og nú er ég komin hringinn. Aftur blasir Rómarganga viđ - enda ţótt í óeiginlegri merkingu sé- og ný deigla drauma minna.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband