Held áfram međ Ítalíudraumana. Á leiđinni í Kjarnaskóg áđan, heyrđi ég Aqualung í fyrsta skipti lengi á Effemm. Rifjađi upp Jethro Tull nostalgíuna og Cross-eyed Mary; ţá sem hafa ţađ skítt í veraldarvolkinu - eins og ţarna á járnbrautarstöđinni í Róm forđum - og hina sem reyna ađ rétta hjálparhönd enda ţótt ţađ ţýđi ađ stela frá ţeim ríku. Hróa hettir nútímans. Já; hvar skyldu ţeir annars vera?
Mikiđ rétt. Ţađ var ástin á óperutónlist sem upphaflega og óbeint kom á ţessum tengslum viđ Ítalíu. Man ţađ núna ţegar hugurinn leitar til baka. Pabbi var dolfallinn óperuunnandi og margar bernskuminningar tengjast honum yfir His matsers voice spilaranum og plötunum, syngjandi sjálfur međ aríurnar. Okkur fannst ţetta sérstakt, krökkunum, en samt ekkert út úr kortinu. Ég man ţó best eftir hundinum á plötunum....
Seinna kolféll ég svo sjálf fyrir óperunni: O mio babbino caro...
Svo voru ţađ skórnir og Bari og forstjóri Mílanó óperunnar, báđir frá San Pancrasíó, eins og Perrone. Lítill er heimurinn en ţó svo stór og pabbi fór víđa um hann á ţessum árum. Á góđum skóm. Nútíma Hrói höttur sem stal frá sjálfum sér til ađ gefa öđrum.
Barcaro kemur inn á sköpunargáfuna og ţegar hún blokkerast međ umfjöllun um drauma og leiđslusýnir hjá Fellini í ţeirri mögnuđu mynd - af skóm - 8 og 1/2. Í júlíhitanum og rakanum í Montréal í sumar. Gćti orđiđ súrrealísk dćgursveifla. (Ţoli svona hita og raka ekki of vel og sef eins og fugl fyrir vikiđ).
Og nú styttist í páskaferđ til Konungsfjalls/Montréal. Ítalska arían međ í för og draumarnir. Pabbi í góđum höndum á Sjúkrahúsinu og allt ađ ţokast áfram í hans veikindum. Mađurinn sem svo elskađi fólk og skó, er nú búinn ađ missa annan fótinn. Ótrúleg seigla; nćrveran sem hljómţýđ aría. Ítalíufarinn hún systir mín komin heim og tekin viđ vaktinni.
Tutto bene. Eđa svo gott sem ţađ getur veriđ.
Held ţađ bara.
Flokkur: Bćkur | 16.3.2008 | 14:42 (breytt kl. 15:27) | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.