Draumur um fantasíu - eða öfugt, varð mér hugsað þegar ég horfði á Neil Gaiman taka við Scream höfundaverðlaununum fyrir teiknimyndasögur á Skjá einum í gærkveldi. Þessi frábæri sagnameistari er mikill Íslandsvinur og hefur raunar átt margar ferðirnar hingað, farandi huldu höfði um landið fagurt og frítt. Ekki ólíkur sjálfum Sandman í útliti. Ef þið skylduð rekast á hann...
Nú eru komnar út á DVD tvær kvikmyndir sem Gaiman skrifaði handritin að. Önnur er ævintýramyndin Stjörnuryk/Stardust, hin er Bjólfskviða/Beowulf. Michelle Pfeiffer og Robert di Niro eiga flottan leik í þeiri fyrri en þó finnst mér myndin of áreynslumikil á köflum þannig að mystíkin nær ekki beint að komast að. Svo er það hin tölvuteiknaða mynd af Bjólfskviðu, nokkuð brugðið frá sjálfu ljóðinu um Bjólf og Grendel og móður hans, en hvað með það, ekki það versta. Heldur hefði ég viljað sjá þá klassaleikara sem hér eru á ferð taka sprettinn í venjulegri kvikmynd af Bjólfi & co! Jæja, maður er svo kröfuharður og ekki inni í tölvuleikjaheiminum, sem myndin er stíluð inná.
Trúlega er myndasagan sterkasta hlið Gaimans. Það finnst mér a.m.k. Sandman sem var í harða jólapakkanum mínum, stóð svo sannarlega undir væntingum. Frábær og falleg útgáfa. Gaiman skrifaði um Sandman, þennan Morfeus draumheimanna, 75 hefti á sínum tíma. A hope in Hell ofl. góðgæti:
I am the universe--
all things encompassing,
all life embracing.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.