Sundin blá

Helgardvölin á Vesturgötunni hvar vel sér á Sundin blá reyndist nærandi fyrir líkama og sál. Og gjöfin góða frá litlu fjölskyldunni í Montréal kom skemmtilega á óvart. Hin hvíta Tara með sínu íbyggna brosi á lavanderbeði. Gyðja miskunnseminnar. Átök að magnast í heimkynnum hennar í Austurlöndum fjær. Allt spurning um vitund og vitundarstig og birtingu vitundar í heimunum. En hver fær það skilið nú í þessum hörmungarheimi okkar? Vitundarleysi, mætti frekar segja að einkenndi hann og tilheyrandi óskapnaður.

Sundin blá; sem hrein og tær birting.

Síðan var það Persepólis. Við náðum okkur í eintak mæðgurnar í nördabúð dauðans, Nexus á Hverfisgötunni. Hreint afrek í animation og raunsæi í frásögn. Ótrúlegt að geta sagt þessa átakasögu um heimabrennu hinnar nútíma Persepólis og Írans með ívafi af jafngóðum húmör og raun ber vitni. Beitt vitund...

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband