Rómargangan og draumflæði í myndverkum di Cosimo

Sunnudagur og sól í heiði. Fullt tunglið eins og gul pönnukaka á bláhvítgráum kvöldhimni. Þessi fjarræni blá/hvítgrái litur himinsins nú, minnir á bakgrunnslandslagið og vatnið í mynd Piero di Cosimo af dauða Prókrísar. Hvar aðrir heimar flæða saman og alkemían heldur velli; meistari alkemíunnar tákngerður í brúnum hundi sem lútir tryggur yfir látinni Prókrísi. Mynd sem býr yfir einstökum töfrum og hefur haldið mér hugfanginni allt frá því ég fyrst leita hana augum í Þjóðarsafninu við Trafalgartorg í Lundúnum.

Held áfram Rómargöngunni og undirbúningi fyrir draumþingið í sumar með Ítölunum. Nú er það sem sagt hinn tímalausi enudurreisnarmálari Piero di Cosimo sem sjónum er beint að. Draumflæðið og fantasían í mörgum myndverka hans er einstaklega frumleg og minnir í raun um margt á nútímann; mýturnar, allgóríurnar og goðkynja furðuverurnar hafa lítið breyst.

Það var raunar við gerð freskanna í Sixtusar kapellunni í Róm undir stjórn Cosimo Rosselli, meistara di Cosimó, sem sá síðarnefndi gerðist áhugamaður um goðaheima mýtanna og féll fyrir trúarlegu myndmáli og alkemísku líkingingamáli.

Önnur frábær mynd eftir di Cosimo er Heilög María Magdalena. Myndbirtri sem fágaðri lærdómskonu, íhugulli með bókkver í hendi. Roðgyllta hárið flæðandi ekki síður en á gyðjunni Venus í mynd samtímamanns di Cosimo, Bottticelli, Fæðing Venusar.

Við erum að tala um ítalskan málara í kaþólskum sið á 15. öld! Enda talinn sérvitringur af samtíð sinni. Honum sé þökk fyrir framsýnina og hugrekkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband