Andað léttar

Þetta hefur verið svona ein af þessum maraþonvikum í vinnu og öðru. En best er þó að allt hefur gengið furðuvel; grunnur lagður að þróun til framtíðar og því sannkölluð tímamótavika. Óðal feðranna: Breiðablik í höfn m.a.

Skal þó viðurkenna að mér líður eins og lafmóðum spretthlaupara og líklega hefur góða loftið í Kjarna snemma í morgun fleytt mér áfram á síðasta sprettinum/blóðdropanum.

 Nú getur maður andað léttar og hvílst um stund, safnað kröftum fyrir næsta sprett og látið sig dreyma. Verkefni helgarinnar, enda þótt vinnutengd séu, virðast bara piece of cake.

Ágætis tilhugsun að lesa yfir prófspurningar um drauma og svinga síðan yfir í handritalestur fyrir góðan vin í skáldastétt. Þeir ættu að vita það hvað best margir pennarnir hér á skerinu, að ekki er allt tekið út með sældinni og raunar aðdáunarvert hve þeir halda kúrs. Hinn hreini tónn, eins og hjá Steini Steinarr, sem þrátt fyrir veraldarvolkið, kvað svo snilldarlega um veruleika og draum eða öfugt í Tímanum og vatninu - uppáhaldsbók mömmu, og sem við ólumst öll upp við:

 

Rennandi vatn,

risblár dagur,

raddlaus nótt.

 

Ég hef búið mér hvílu

í hálfluktu auga eilífðarinnar. 

 

Eins og furðuleg blóm

vaxa fjarlægar veraldir

út úr langsvæfum

líkama mínum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband