Held áfram Rómargöngunni og undirbúningi fyrirlestranna í Montréal í júlí. Nú er það Stirling og möguleg tengsl við hina fornu leið Rómargöngunnar hvort sem talað er um að fara hana frá Íslandi til Ítalíu eða frá Ítalíu til Íslands hér forðum. Orðið nokkuð ljóst að gangan var ekki one way street.
Búin að heyra í Villa út af glærunum og verður frábært að fá bakgrunn með spegilmynd af rauðbleikri rós; þessi frábæra mynd heitir Reflection. Þetta er hvort sem er allt ein alls herjar reflection - og engin rós er án þyrna; Rómargangan þyrnum stráð. Var við einhverju öðru að búast?
Brátt verður flogið - ekki gengið - á vit Rómargöngunnar, sem sé til Skotlands og Stirling í 40 ára afmælið. Skyldi sú ágæta kona, alin upp í Indlandi, Dame Diana Rigg, kanslari háskólans, mæla fram á Hindí? Kæmi ekki á óvart, skólinn og forsvarsmenn hans, kennarar og stúdentar löngum verið multicultural í mörgu tilliti. Dame Diana Rigg átti flott hlutverk nýlega og vel af hendi leyst sem abbadísin í myndinn The Painted Veil. Enn að leika, blessunin enda þótt aldurinn færist yfir.
Góðir hlutir að gerast í málum gömlu hjónanna og pabbi loks búinn að fá sinn samastað og á leið þangað í næstu viku. Kemur allt og mjög merkilegt hvernig heilunin hefur flætt inn og umvafið hann. Verður seint útskýrt. Bara að þakka þrátt fyrir þyrnana sem fylgja þessu lífi okkar...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.