Afmæli lítils engils - og englarnir hans Henry Corbin

Það er afmælisdagur lítils engils í dag. Hannesar Helga í Konungsfjalli. Tveggja ára stúfur sem segir svo fallega bæ, bæ í símann við ömmu. Sterkur íslenskur hljómur á þessum víðförlu orðum enskrar tungu: bæ, bæ um heimsbæ allan.

Dagur englanna 11. júní, 2008 hér í Fjólugötunni; það eru fræði franska heimspekingsins Henry Corbin um ímyndunaraflið og austræna  mystík í anda Rumi sem fanga athyglina á Rómargöngunni. Því áfram skal haldið. Og leiðin liggur um Ascona eða Monte Veritá - Sannleikshæð - við Maggiore vatn á mörkum Sviss og Ítalíu sem fóstrað hefur marga hugsuðina. Þar dvaldi Corbin öll vorin seinni hluta ævinnar í félagsskap Jung, Hillmann ofl.

Englar gegna stóru hlutverki í hugmyndakerfi Corbins. Ímyndunaraflið sækir á í draumfræðunum, mótvægi við yfirborðsmennsku og hráslaga vitrænnar vélhyggju...

Og góð eru tímamótin hjá þeim gamla sem nú hefur haft vistaskipti, kvatt velgjörðarmenn sína á sjúkrahúsinu. Virðist ætla að una vel hag sínum á nýja staðnum, framtíðarheimilinu. Gamla fólkið engilbjart í reisn sinni; tökum það sem of sjálfsögðum hlut hvernig þau þurfa að takast á við sárar breytingar og aðlagast.

Yfir og allt um kring. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband