Til hamingju með þennan 17. júní.
Dagurinn kemur alltaf sterkur inn í minningunni frá æskuheimilinu við Ráðhústorg. Minningarbrot af öllum gestaganginum og pabba með fánann og litríkri mannlífsflóru torgsins. Hann var iðulega einn af aðalskipuleggjendum dagsins. I den.
Nú er Skotlandsförin í bígerð. Verð mætt á svæðið á Sumarsólstöðum þann 20. eftir kvöldflug til Glasgow kvöldið áður. Og haldið beint til hinnar fornu höfuðborgar Skota, Dunfermline í Forthfirðinum hvar mikið er nú um dýrðir í tilefni af 700 ára ártíð Robert de Bruce, fyrsta konungs sameinaðs Skolands, sem þar er grafinn ásamt 10 öðrum skotakóngum og drottningum. Margir kannast við hann úr myndinni Braveheart með þeim trítilóðslega Mel Gibson.
Stirling háskóli næsta dag og 40 ára afmæli hans en þar var einmitt Braveheart heimsfrumsýnd á sínum tíma í Mac Robert´s listamiðstöðinni.
Virkið í árbugðunni: Dunfermline...
Here we come.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.